18.10.11

Flutningur..

Jæja þá... sumir geta kommentað hér og sumir ekki...

ég hef ákveðið að "velja íslenskt" :)

Nýtt blogg á http://www.123.is/sifgudm

Sjáum hvernig þetta virkar :)

14.10.11

Eitt skemmtilegt...

Ég var dregin með á pöbb um daginn... tja, reyndar þurfti ekki að draga mig neitt... Paolo var rétt búin að segja "viltu koma með..."  þá sagði ég JÁ  var komin í skóna á núlleinni og tilbúin frammi við dyr!!  Æ ókei, þetta voru ýkjur í hina áttina... þið ímyndið ykkur bara milliveginn :)

Sko.. á pöbbnum voru kunningjar hans að spila. Pöbb þessi er skammt frá "holunni"  og harma ég það mjög að hafa ekki rekist á hann á mínum fjölmörgu kvöldgöngum um hverfið.
En, félagarnir eru strákar á miðjum aldri.. (ókei, sem er minn aldur) þeir spila svona fönkaðpopprokk... veit ekki alveg hvað þessi tónlistartegund heitir :)  En þarna heyrði  ég einhverjar þær skemmtilegustu útgáfur af Sympathy for the devil  og After midnight  sem ég hef heyrt :)  þeir spiluðu á gítar, bassa, trommur og trompet, auk þess sem bassaleikarinn spilaði á þverflautu öðru hvoru.  Þeir tóku líka bítlalög, rokk, rokkabillý og allskonar og gerðu það algerlega að sínu á snilldarlegan hátt :)
Það var sko alveg þess virði að skottast útúr húsi það kvöldið !!

Ítölskunámið er að fara af stað.. það er mestmegnis sjálfsnám á netinu.. með aðgengi að kennara sem fer yfir verkefni sem maður sendir með tölvupósti og svo eru kennararnir við ca einu sinni í viku fram að jólum....
Það er ekkert víst að þetta verði neitt ömurlegt...  kannski næ ég að skófla upp nógu mikilli þekkingu til að fá að hlaupa yfir eitt stig í vetur og fara beint í kúrs 3 eftir áramót...  aldrei að vita..

Ég hef fengið að vita það að einhverjir hafi lent í vandræðum með að kommenta á bloggið.... endilega sendið mér póst eða skilaboð á feisbúkk eða sms eða eitthvað, ef það gerist...
ég er alveg til í að flytja bloggið eitthvert annað til að fá að sjá meira frá ykkur... þetta er stundum hálf einmanalegt hérna....

8.10.11

Verkir og önnur vitleysa

já, nú er það slæmt. Ég er tæplega fertug kelling... og er komin með tannpínu í fyrsta skipti á ævinni!!  Ég hélt að þetta væri bara þetta endalausa vesen útaf beineyðingunni sem ég er að kljást við, en öll mín "venjulegu" ráð dugðu ekki til að drepa niður verkina sem ég hef haft núna í meira en 3 vikur. Ég hef étið ógrynni af verkjatöflum og burstað og skolað en ekkert hefur virkað.. þetta versnar bara. Ég hringdi því í neyðarnúmerið.... hehe.. sko í Mæju... og hún reddaði mér tíma í gærkvöldi hjá tannlækni þarna niðurfrá hjá henni. Sá tannlæknir er á stofu með tannlækninum hennar Mæju.  Þessi ágæti tannlæknir skoðaði mig og kvað svo upp þann úrskurð að aftasti jaxlinn væri ónýtur að innan... ég þyrfti samt að fá röntgenmynd og frekari skoðun á betri stofu... svo heppilega vill til að þessi kona er líka með stofu hérna inni í Flórens svo ég fékk tíma hjá henni á mánudaginn kl 12. Þá verður tekin mynd og/eða tönnin opnuð.... ef hún spáir rétt, stend ég frammi fyrir heljarinnar viðgerð :(  sussumsvei :(  Þíð fáið sko örugglega að frétta af því.. á eftir að setja inn vælupóst!!
Það skrítna er að það var tekin röntgenmynd af þessari tönn (og fleirum nottulega) fyrir ca 2 mánuðum og þá sást ekkert !!!  Mæja lenti reynar í þesu líka fyrir ca 2 árum að vera með svona skemmdan jaxl sem sást ekkert á röntgen....
En, eins og ég sagði.. ég á eftir að væla meira yfir þessu...

Annað...  það sannaðist í dag að útlitið skiptir máli þegar að því kemur að falla í hóp eða kynnast fólki.
Ég er s.s. með tannpínu og alltaf þreytt því ég sef illa útaf verkjum... ég fékk svo símtal frá Mæju í gær og rauk út til að ná strætó og komast til hennar í tæka tíð fyrir tannlæknatímann.... henti tannburstanum í töskuna og hljóp út....  strætó hættir að ganga snemma á kvöldin þarna úti í sveit svo ég gisti hjá Mæju í nótt... kom svo með rútu í morgun, rétt í tæka tíð til að mæta á Erasmus kynningu á safni niðri í bæ.
Ég hafði ekkert með mér til að hemja hárið (sem er þurrt og tryllt, ekki búið að venjast vatninu hér)  og ekki einusinni með maskara eða neitt... svo ég mætti þarna eins "au naturale"  og hægt er... sem er ekki mjög aðlaðandi sjón þegar ég á í hlut....
Þar mættu um 30 krakkar á þessa kynningu, þau eru líka skiptinemar við deildina sem ég er í (Stærðfræði, eðlis- og náttúruvísindasvið). Þau eru öll um tvítugt.... öll voða töff...  þegar við vorum að "mingla" þá mynduðust litlir hópar eins og gengur.... þá fékk ég nokkur svona vorkunnsemi-augnatillit, og svo var stigið framfyrir mig og snúið við mér baki, hringnum lokað....  ég reyndi nokkrum sinnum... spjallaði smá og svo var ég alltaf komin útúr.... ofsa gömul og grá...  
Reyndar er ég líka gömul og grá í dag útaf svefnleysi og pilluáti... svo kannski var þetta bara fyrirsjáanlegt...
Gengur betur næst... ef ég frétti af einhverju.. þau töluðu um hinar og þessar ferðir sem Erasmusnemar væru að fara í og hittinga og partý.... ég spurði hvar maður frétti af svona og fékk bara stuttaralegt "feisbúkk"...

Kynningin var samt ekki með öllu ómöguleg. Hún var haldin á náttúrugripasafninu.... við fengum leiðsögn um safnið (sem ég skildi nottulega ekki bofs í :)  ) , safngripirnir voru fullraunverulegir á köflum en mjög fróðlegir.. ég er mikið fróðari um innyfli og annað inní mér núna...
Við skoðuðum líka gamlar stjörnuskoðunargræjur og fórum upp í turninn og sáum borgina frá nýju sjónarhorni.
Eftir að fá okkur að borða, skoðuðum við kristallasafnið...


Mörg falleg sköpunarverk náttúrunnar þar....
ég hendi inn myndum á picasa og fésið á eftir..

Jæja,  ég held ég ætti að hætta að væla og fara að fá mér meiri pillur og smá mat...

meira síðar
Sif, Karíus og Baktus...

6.10.11

að eldast...

Ég er alveg búin að sjá það að ítalskir karlmenn eldast ekki vel.
Það er fullt af fallegum unglingum hérna og gullfallegum drengjum um tvítugt...  en annaðhvort fara þeir frá Flórens eftir það, eða þá að þeir bara eldast illa. Það er afskaplega lítið um myndarlega menn hérna, reyndar líka lítið um myndarlegar konur... hef þó séð örfá eintök af hvoru kyni fyrir sig svo ekki er þetta alveg útdautt...  en voða skrítið að það skuli ekki sjást meira af þeim.
Sá einn sætan um daginn... hann stóð í dyrunum á fyrirtæki hér skammt frá... en þegar ég sá að hann var fasteignasali þá leit ég í hina áttina og hélt áfram för minni. Hef nebbilega ekki ennþá hitt fasteignasala sem ég treysti...
Held rannsókninni áfram... læt ykkur vita...

4.10.11

Bíó

Þau voru svo indæl á laugardagskvöldið Paolo og kærastan hans að bjóða mér að koma með í bíó. Ég þáði það að sjálfsögðu því ekki er svo mikið annað sem ég finn mér til dundurs ennþá :)
Við sáum myndina Carnage með Kate Winslet, Jodie Foster og fleirum...  (http://www.imdb.com/title/tt1692486/) Myndin er byggð á leikriti sem hefur verið sett upp útum allan heim...(God of carnage, ég man ekki hvernig það var útlagt á íslensku) og það vill svo vel til að ég sá þetta verk á fjölunum heima og vissi því aðeins um hvað myndin snérist. Það kom sér vel þegar ég var að reyna að skilja ítölskuna. Hér er nefnilega allt "döbbað". Allt efni í sjónvarpi og bíó er talsett, sem er kannski að hluta til ástæðan fyrir því að ítalir eru upp til hópa lélegir í "útlensku". Rétt eins og Frakkar, Þjóðverjar og fleiri sem talsetja allt sem sýnt er.
En myndin var ágæt, rétt eins og leikritið. Pizzan sem ég fékk mér á eftir var líka góð :)
Ég ætla að halda áfram að fara með hvert sem mér er boðið (nema kannski í fallhlífastökk...) og halda áfram að vera með hausverk af því að hlusta á alla þá ítölsku sem ég kemst í að hlusta á...
Þá hlýtur þetta að leka inn í hausinn á mér... ég er farin að halda að hausinn sé götóttari en ég hélt og að lærdómurinn leki út jafnóðum....  hehe... ég verð þá bara að læra í stærri bitum :)

30.9.11

Af pakki og pakka...

"Pakkið" - Það er alltaf jafn skrítið fyrir sveitamann að sjá betlara "að störfum". Hér er töluvert af sígaunum sem sýna kaun sín, fötlun eða óléttur og betla aur.. sem betur fer eru ekki börn í þessum hópi hér en mér skilst að sumsstaðar, t.d. í Róm, sé töluvert af betlandi börnum.  Það hlýtur að vera enn verra að sjá.
"Pakkinn" - ég hef nú verið hér í tæpar 5 vikur, þar af hef ég verið að bíða eftir pakka í nærri 4 vikur.
Halla sendi pakkann af stað tæpri viku eftir að ég lenti hér, ég beið.. vongóð í fyrstu en svo með smá áhyggjusvip... viku seinna kom þykkt bréf með eyðublöðum og spurningum sem ég þurfti að svara nákvæmlega... mér leið svona aðeins eins og meintum smyglara eða hryðjuverkamanni...  en, ég fyllti þetta út með góðra vina hjálp og sendi til tollsins í Mílano sem lá á pakkanum eins og ormur á gulli... lengi lengi...
Svo loksins var pakkinn borinn út í síðustu viku.. akkúrat þegar ég var í skólanum... ég fór á pósthúsið daginn eftir (það er bara opið fyrir hádegi eins og flest annað sem maður þarf að nota)  þar vissi enginn neitt...  og á meðan var reynt að bera pakkann út aftur.  Ég sá á miðanum sem kom heim að líklega yrði reynt þrisvar.. svo næstu daga beið ég spennt og fór varla útúr holunni...  en ekki kom pakkinn.  Ég fékk á endanum hana Helgu til að hringja fyrir mig og athuga þetta. Hún hringdi, og hringdi og hringdi... á fjórða eða fimmta staðnum sem hún hringdi á (það vísar alltaf hver á annan eins og í Ástríki og þautunum tólf) fékk hún loks að vita að pakkar frá útöndum færu á sérstakt pósthús fyrir utan Flórens... pakkinn var svo sérstaklega sendur á póstmiðstöð inni í Flórens svo við gætum sótt hann... og þegar til kom þurfti ég að borga TOLL af gömlu fötunum mínum (og Höllu) því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Þeir gera það bara eftir hentugleikum að taka tillit til þess að við erum í umsóknarferli og viðræðum við EU.... stundum fæ ég evrópuafgreiðslu stundum ekki....  En til viðbótar við sendingarkostnaðinn þá þurfti s.s. að borga 26.50 evrur í TOLL !!!!!

Ég hef tekið ákvörðun um að láta ekki senda mér neitt fleira hingað... ég bara nenni þessu strögli ekki :(
Ég vil miklu frekar fá fólk hingað með eitthvað skemmtilegt í töskunni sem ég get tekið til að búa til pláss fyrir eitthvað annað skemmtilegt til að taka með sér heim :)

Bestu kveðjur til ykkar í haustlægðinni...
hérna lætur haustið ekki á sér kræla og elstu menn klóra sér í sólbrunnum skallanum yfir þessu endalausa sumri....  upp undir 30 gráður seinnipartinn hvern einasta dag...
Ég held ég tali við Ömmu og þau þarna uppi um að skipta þessu aðeins niður á milli okkar :)
bíbí í bili :)

28.9.11

Flutningar og reglugerðir

Já, hér er ég komin í nýja herbergið,  búin að taka uppúr síðustu töskunni og umþað bil að ná hjartslættinum í eðlilegt horf eftir að bera síðasta „smá rest“ upp stigana. Það var þyngra en ég hélt þar sem allt baðdótið og maturinn úr ísskápnum voru í töskunni... og svo var ég með tvær töskur á öxlunum líka.. þannig að þetta voru jafnvægisæfingar í takt við puðið að bera þetta upp.  EN upp er þetta komið allt nema oggulítil rest sem er ennþá niðurfrá.. en hún kemst hæglega í axlartösku :)
Ég beið í morgun eins og aðra morgna eftir því að pósturinn myndi skila af sér pakkanum mínum. Ekki kom hann núna frekar en í gær. Ég ákvað svo að vera ekki að þessu... drífa mig bara í að flytja og fá Helgu eða einhvern í að hringja fyrir mig í póstinn.  Ég þrumaði hérumbil öllum bókunum í fína bakpokann... þær eru orðnar nokkuð margar því bæði Helga og Mæja hafa lánað mér málfræði- og orðabækur til að glugga í.  Pokinn seig heldur betur í.. ég labbaði á næstu strætóstöð og beið.. pokinn seig enn meira í svo ég lagði hann á stéttina. Svo kom strætó - alveg yfirfullur af krökkum. Nokkrir fóru út og ég ætlaði inn í staðin.. þá komu krakkar aðvífandi sem ruddust framfyrirmig og stóðu svo þannig að ekki var séns að komast inn.
(smá innskot um strætó:  í strætó hérna er maður með miða og þegar komið er inn í strætóinn þarf að stimpla hann í þartilgerðri vél sem prentar á hann dagsetningu og tíma, eftir það gildir miðinn í 90 mínútur, fólk sér um það sjálft að vera með þetta á hreinu en eftirlitsmenn geta birst hvenær sem er og krafist þess að sjá stimplaðan miða)
Framhald af sögunni... ég varð því eftir á strætóstoppistöðinni og fannst ítalskir ormar ekki bera virðingu fyrir „fullorðnu fólki“.  Næsti strætó kom aðvífandi, hann var enn fyllri en hinn en í geðvonskunni tókst mér að troða mér innfyrir dyrnar, en lengra var ekki sjens að komast. Ekki fyrr en á þarnæstu stöð, þar fóru hérumbil allir krakkarnir úr vagninum og ég dreif mig að stimpilklukkunni og setti miðann í... þá þrumaði reiður kall við hliðina á mér... blablabla piú tardi blablabla... piú tardi þýðir „of seint“ svo ég sá að þetta myndi  vera eftirlitsmaðurinn ógurlegi. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að ég hefði bara ekki komist fyrr að vélinni fyrir troðningi en honum varð ekki haggað „Reglugerðir, reglugerðir“.  Þau voru tvö þarna sem hentu mér og 4 öðrum útúr vagninum og drógu upp sektarbækurnar. Þar sem ég var ekki með passann minn heldur bara þau skólaskilríki sem ég er komin með þurfti ég að borga á staðnum, það vildi svo til að ég var búin að taka út pening fyrir tryggingunni hérna svo ég var með aur...   Fargjaldið í strætó er 1.20 Evrur pr miða ef keyptur er stakur miði.  Sektin sem ég fékk fyrir að vera „óstimpluð“ var litlar 50 evrur!!!  Miðað við sögur sem ég hef heyrt þá slapp ég bara sæmilega... líklega hef ég bara verið heppin að hafa ekki orðaforðann í að rífast við eftirlitið.. þær voru gargandi fullum hálsi hinar sem var verið að sekta þegar ég fór... það ku ekki lækka sektina..
Ég þarf að fara á skólaskrifstofuna eftir tíma á morgun og athuga hvort það fari ekki að líða að því að skólaskírteinið mitt verði til. Þegar ég er komin með það get ég t.d. keypt afsláttarkort í strætó... og keypt mat á tilboði í völdum matstofum...
Að öðru leyti hafa flutningar gengið vel. Ég hef dröslast með töskurnar út á stoppistöð, með strætó upp á aðalbrautarstöð, dregið þær þar yfir á næstu stöð og beðið og svo með strætó þaðan og hingað heim.. dregið þær hérna niður götuna og borið svo upp þessa 13 stiga sem liggja hingað upp.   Dálítið töff að bera þetta upp stigana :) en þvílíkur munur á því að vera hér eða þar... ég skal setja inn myndir fljótlega til að sýna muninn. Þetta er íbúð með stórum herbergjum  og það er hægt að skipta um skoðun og allt !!! Ég er í minnsta herberginu en bara það er stærra en öll íbúðarholan sem ég var í niðurfrá :)  Svo er stórt bað og stórt eldhús og hol...  hátt til lofts, fullt af lofti og fullt af plássi :)
Helmingurinn af íbúðinni "holunni":


Smá partur af herberginu í Via Tavanti:

T.d. akkúrat helmingi stærra rúm (80->120cm)
Fleiri myndir síðar, annað hvort hér eða á feisbúkk...

Það er ofsa mikil umferð hérna líka eins og allsstaðar í Flórens. En hér eru þó „bara“ ökutæki, ekki talandi og gargandi og syngjandi fólk allan sólarhringinn. Dálítið ryk af umferðinni... en ég verð þá bara dugleg að þurrka af... eða tek ítölskuna á þetta og læt það bara vera skítugt...

Flutningar..

Hallo hallo

Nu standa yfir flutningar i minum litla heimi. Buin ad fara tvaer ferdir med stora tosku i straeto :o)
Fer aftur i dag.. nae vonandi ad klara i dag, annars eftir skola a morgun...
og ta verd eg komin i netsamband heima !! og verd med mina tolvu og islenska stafi og allt !!!

Eg skal setja inn goda sogu ta af fyrstu skoladogunum og flutningunum...

svo... eg bid ykkur vel ad lifa tangad til :)

22.9.11

Skárra eða verra ?

Já, það er ekki á allt kosið í þessum heimi. Þegar stressið var sem mest í sumar í vinnunni og yfirvinnutímarnir skiptu tugum í hverjum mánuði þá óskaði ég þess að fá aðeins meiri rólegheit...
En núna, þegar heimsmetið í rólegheitum hefur verið  margslegið þá óska ég þess heitt og innilega að hafa eitthvað að gera !!
Aldrei hægt að gera manni til hæfis ?

Ég á að hitta umsjónarkennarann á morgun kl 4.  "Svo seint?" sagði einn... en, nei... það er ekki seint hér. Hérna mætir flest skrifstofufólk og búðafólk um kl 9 og vinnur til 1... hádegishlé til ca 3-4 og búðir svo opnar til 7-8 um kvöldið.  Lítið um að vera á siestunni nema rétt á mestu túristastöðunum.
En já, umsjónarkennarinn.. ég hitti hann á morgun og þá verður farið yfir það hvernig stundaskráin verður og hvort ég komist ekki örugglega í alla tíma.  Sem ætti að vera því ég er bara í einu stóru fagi, það væri þá helst að rekast á við ítölskunámskeiðið sem byrjar 6.okt.....
Svo segja þeir að skólinn byrji í næstu viku... ég vona það... og ég vona að þetta fag verði að einhverju leyti kennt á ensku...  heimasíðan er á ítölsku og ég hef ekki fundið enn hvort það er komin kennsluskrá eða bókalisti...

Ég mun svo (ef ekkert breytist) flyta einhverntíman á næstunni til strákanna... það er dágóður spölur að labba í skólann en ég get tekið strætó ef þannig stendur á...  og ég fæ alveg ókeypis líkamsrækt að þramma þessa stiga :) :)  OG  þeir eru með adsl internettengingu... sem þýðir að ég er alltaf til í skype þegar ég er heima :)

Að öðru leyti hafa þessir síðustu dagar farið í það að láta tímann líða... og reyna að halda mér frá því að detta í eitthvað helv... þunglyndi yfir þessu öllu saman...  Ég er bara ekki gerð fyrir svona ofsa rólegheit :)  mér finnst alveg lágmark að t.d. skrifstofur séu opnar á auglýstum opnunartímum... og "tilbúið eftir 2 daga"  þýði að það sem maður bíður eftir verði í alvörunni tilbúið þá.. ekki bara "einhverntíman" 

Ég held það sé rétt sem þeir segja, að ítalska póstþjónustan sé sú versta í heiminum...  Pakkinn sem Halla sendi er búinn að vera fastur í tollinum í Mílanó í tvær vikur... ég fékk bara bunka af eyðublöðum til að fylla út og senda... ég er búin að gera það en ekki heyrist múkk frá þeim...  ég held ég geri tilraun til að hringja bráðum...  er ekkert á því að gefa þeim dótið mitt...
Ég er líka að sjá það núna að ég pakkaði of hratt niður :) eða altsvo, ég fór of hratt yfir í niðurskurðinum til að ná báðum töskunum niðurfyrir 20 kg...   hef skilið eftir það sem ég vildi hafa með og tekið með dót sem þurfti ekki... en, well.. ég geri eitthvað úr þessu :)

Núna ætla ég að hætta að misnota þetta kaffihús og drífa mig heim að lesa málfræði...
till later !!

18.9.11

Föstudagur 16.sept. og Sunnudagur 18.sept

á, indverjinn vissi um bestu síðuna til að leita að herbergi... ég er búin að senda fullt af tölvupóstum, fá nokkur svör og skoða eitt herbergi. En þá vill stundum svo til að böggull fylgi skammrifi... manninum fannst ég eitthvað niðurdregin og bauðst til að hjálpa mér.. ég var voða niðurdregin þennan dag og hann notfærði sér það að vera ofsa góður... klappa mér á öxlina og svona.. kenna mér svo á þessa fínu síðu... og klappa mér meira.. hjálpa mér að fylla út blöðin fyrir póstinn (svo ég fái pakkann minn úr póstinum) og taka utan um mig og reyna að kyssa mig... úff.. þvílíkur dónakall :( hann á konu og barn og það skiptir hann greinilega engu máli... ég held reyndar að blöðin séu ekki rétt útfyllt því hann virtist ekkert vita hvað hann var að gera... Hann kvaddi mig svo (of) vinalega þegar ég fór og sagðist mundi hringja í mig og bjóða mér að borða... ég bað hann blessaðan að sleppa því.. En hann seldi mér þetta símakort og veit símann.. og hann hjálpaði mér að fylla út blöðin og veit því í hvaða götu ég á heima... OG þegar ég var á leiðinni út í gærkvöldi að drífa mig í strætó og fara og skoða herbergi sem var auglýst.. var þá ekki kallasninn á labbi í götunni minni með barnið sitt í kerru... ofsa glaður að sjá mig nottulega.. ég var mjög mjög mjög mikið að flýta mér og hljóp í burtu.
Þetta er orðið einum of spúkí :( ég ætla að finna herbergi annarsstaðar eins fljótt og ég get og ef hann fer að hringja meira eða eitthvað þá hendi ég þessu korti og kaupi nýtt. Bjakk.. ég fæ alveg hroll bara við að skrifa þetta.
Það eina góða við daginn í gær... ókei.. það var tvennt... annað var strákurinn sem sýndi mér herbergið. Ofsa myndarlegur og skemmtilegur :) örugglega ekkert leiðinlegt að leigja með honum. Svo þegar ég lagði af stað heim ákvað ég að tékka á ratvísi minni í myrkrinu og labba í áttina að skólanum og taka strætó þar... það gekk eiginlega alveg vel.. ég fann réttar götur alveg strax og þetta var bara tiltölulega stutt. En þegar ég ætlaði að taka strætó var ég ekki á réttri stöð, þeir stoppa nefnilega ekki hvar sem er. Þar hitti ég indælan strák (hinn góði hluti dagsins) sem benti mér á að ég þyrfti að fara einni götu neðar.. ég rölti þangað og kannaðist þá alveg við mig. Hef ekki verið þarna í myrkri áður sko...
En, ég heyrði í Mæju í dag.. þau fjölskyldan eru að koma til Flórens í kvöld að kíkja á stóran markað og skemmtilegheit sem eru í gangi. Ég ætla að hitta þau þar, það verður gaman að hitta einhvern sem hægt er að tala við án þess að stama :)
Svo er stefnan tekin á morgunkaffi á kaffihúsi á morgun... þá ætlar önnur íslensk stelpa sem ég „fann“ að koma inn til Flórens og hitta mig. Hún hefur búið hér í mörg ár og langar að hitta einhvern og tala íslensku :)
Fljótlega eftir kaffihús á ég svo stefnumót við Sessu og Mömmu á Skype... brjálað að gera í íslenskunni...

Vidbot à sunnudagskvoldi:

Planid breyttist adeins... Fòr med stræto til Mæju i gærmorgun og var ad koma aftur nuna. Utbitin af moscito en ofsalega ànægd med helgina.  Mæja lànadi mèr itolskubækur, màlfrædi og sollis.. ætla ad nota tetta a næstunni :)

Var ad fa post fra sæta stràknum - get fengid herbergid ef eg vil...
Eg var ad senda post utaf tveimur odrum, adeins odyrari.. ætla ad sja til til morguns...
Eg ætla svo ad hitta Helgu a morgun à kaffihùsi :)

14.9.11

Enn um biðraðir og lokaðar skrifstofur

Nú er ég loksins formlega skráð í skólann og fæ stúdentakortið mitt fljótlega. Komin með innstimplun í kerfið og kort til ad fá afslátt á völdum matsölustöðum. Næst á dagskrá er að fara í intenetsjoppuna og fara á síðuna hjá tungumáladeildinni og skrá mig á námskeið í ítölsku. Halda svo áfram að skoða auglýsingar um herbergi til leigu nálægt skólanum. Stefni á að vera ekki meira en í september í holunni.
Til þess að fá þetta smáræði í gegn fór ég á 4 skrifstofur í dag.. í 3 húsum... tiltölulega fljót á þeirri fyrstu.. beið í klukkutíma á þeirri næstu... fljót á þeirri þriðju og svo beið ég dágóða stund eftir þeirri fjórðu... og þá var klukkan orðin svo margt að þegar ég kom niður í bæ aftur var búið að loka bæjarskrifstofunni...
Pakkinn að heiman er á pósthúsinu.. ég fékk heljarinnar bréf í póstkassann.. afrit af fylgibréfinu og svo tvö stór eyðublöð til að fylla út með ítalskri kennitölu og allt... svo nú er bara að græja dvalarleyfi og kennitölu.. svo þeir endursendi ekki pakkann...
Ég er búin að komast að því hvar bæjarskrifstofan er... Hùn er ýmist opin à morgnana eða seinnipartinn...  og ég er búin að finna pósthúsið... bara opið á morgnana svo nú er að finna sér eitthvað dund út daginn.
Kannski ég fari með tvottinn í kvöld... hmm... fer allavega í matvörubúðina og kaupi eitthvað smá... tími ekki að borða úti.. keypti mér nebbilega smá föt áðan... kjól, tvær peysur og leggings.. á 9000 kr. Eyðslusemi... það er svo dýrt að búa í miðbænum og dýrt að vera ekkert að gera að ég hef enn eitt að hafa áhyggjur af... fyrir utan það að mér verði vísað heim vegna tungumála-vankunnáttu, að ég eigi ekki eftir ad hafa efni á að vera hérna báðar annirnar! Það verður allavega eitt af markmiðunum að ná að tala sómasamlega og reyna að fá einhverja vinnu með skólanum... þá er „sjens að meika‘ða“.
EN.. nú er ekkert sem heitir að bíða meira... aftur út í nærri 40 stiga hitann og þruma í sjoppuna að skrá sig á námskeið.
Kannski veit indverjinn svo um eitthvað sniðugt að gera...

11.9.11

Að ná sér niður

 
Það er alveg séríslenskt fyrirbæri þetta að láta alla hluti gerast á ógnarhraða og helst ekki að þurfa að bíða eftir neinu. Við erum vön að fá samdægurs.. á morgun... eða innan örfárra virkra daga það sem hugur okkar girnist. Hvort sem það eru kreditkort, símar, nettengingar eða annað. Við mætum snemma í vinnuna og hættum seint og erum „til taks“ hvenær sem er.
Séríslensk óhemja, alein í útlandinu, á því erfitt með að gíra sig niður í það tempó sem ríkir á Ítalíu. Hér mæta menn bara í vinnuna þegar þeir nenna (sýnist mér), ef það er próf í skólanum er húsinu bara læst og enginn má koma inn... ekki einusinni til að fara á alþjóðasviðsskrifstofuna... sem myndi kannski heldur ekki þýða neitt því þegar maður hringir þangað þá ansar ekki...
Ég ætlaði að nota allan september í að vera á tungumálanámskeiðum hjá tungumálamiðstöð skólans. Til þess að skrá mig þar þarf ég að vera skráð í skólann og með aðgang að innraneti hans. Til þess að það hinsvegar takist, þarf ég að ná í skottið á þessum kvennsum sem vinna á alþjóðasviðsskrifstofu skólans (eða eiga að vera þar milli 9 og 13 þri-mið-fim samkvæmt auglýstum tíma) og fá þessa skráningu í gegn.
Séríslenska óhemjan hefur því verið í því að bíða.. og bíða...
Bíða eftir að það komi þriðjudagur... bíða eftir því að klukkan verði... bíða eftir strætó (aldrei á tíma)... bíða eftir pakka að heiman... bíða eftir því að sim-kortið sem hún keypti verði virkt (komnir 5 virkir dagar og þeir segja alltaf „á morgun“).. bíða eftir því að það komi kvöld svo ég geti farið að sofa (leiðist minna sofandi en vakandi).. bíða eftir því að það hljóðni aðeins í miðbænum svo ég geti sofnað, það er stundum erfitt.. ég komst að því um daginn að í þessari litlu borg (minni en Reykjavík að flatarmáli) búa meira en 400.000 manns! Og þá eru dreifðustu úthverfi ekki talin með!
Núna bíð ég eftir því að það komi mánudagur svo ég geti haldið áfram að reyna að finna mér eitthvað námskeið til að fara á þangað til ég get skráð mig í skólann. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að mér verði hent út vegna skilningsleysis þegar háskólinn byrjar svo...
Já, og ég er líka að bíða eftir haustinu! Það er aðeins að kólna hérna..hitinn fór niðurfyrir 30 stig að deginum síðustu 3 daga. Ég bíð spennt eftir haustinu því það á að vera svona melló – um og yfir 20 stig og blíða. Djös munur verður það nú fyrir séríslenska óhemju sem svitnar af geðvonsku við að hemja sig í logni og blíðu í útlandi.

5.9.11

Póstkort

 Vá, mér tókst að taka flotta mynd :) ég get svo svarið það.. þessi er eins og póstkort. Ég var að labba heim í gær, í gegnum miðbæinn, rétt eftir úrhellið sem kom og ég leit út yfir ána þegar ég var að labba yfir „gömlu brúna“ Ponte Vecchio. Hálfgert mistur af hitanum og rakanum gerir það að verkum að þetta er eins og gamalt málverk...
Sko mig :)

3.9.11

Matur

Í gærkvöldi fór ég út að borða. Ég hef verið að spara fyrstu dagana.. keypti mér brauð og spaghetti... hef svo etið spaghetti með olíu og pipar.. og brauð með osti og tómat... og vatn...
En í kvöld ákvað ég að nú væri tími til kominn að borða á einhverju veitingahúsanna hér í kring.. bara á Torgi Heilögu Andanna sem er hérna hinumegin við húsið sem ég bý í eru allavega 6 veitingahús.. og svo eitt við endann á húsinu og eitt í götunni minni... enda er traffíkin og talið og gleðin hérna fram eftir öllum kvöldum, ekki séns að sofna fyrr en vel eftir miðnætti. Ítalir eru eins og fleiri þjóðir á þessum hluta jarðarinnar mjög seint á ferðinni með kvöldmatinn, sem þó er þeirra aðalmáltíð... þeir fá sér einhvern morgunmat... taka svo matartíma í 2-3 tíma yfir miðjan daginn, fá sér snarl og leggja sig.. vinna svo fram á kvöld, búðir yfirleitt opnar til 7 hefur mér sýnst... svo fara þeir heim og tjilla.. og eru svo að broða kvöldmat svona frá 9-11 á kvöldin. Ég var að koma inn núna um 10 leytið að það var ekkert að minnka traffíkin á veitingahúsunum hérna í kring... Ég á bróður sem myndi funkera vel í þessu mynstri... nefnum engin nöfn tíhí :)
En, aftur að matnum... ég ætlaði að gera eins og vant er að fylgja straumnum, yfirleitt reynist manni best að borða þar sem infæddir borða, það eru bestu staðirnir. En núna var allt svo fullt (og allsstaðar reykt) að ég ákvað að fara á staðinn þar sem fæstir voru. Ég settist á næsta borð við tvo eldri herramenn sem voru þar að snæða. Ég pantaði mér sjávarrétta risotto og hvítvínsglas... við fórum svo að spjalla, ég og þessir herramenn. Þeir búa í London, annar kínverskur en hinn skoskur. Greinilega búnir að vera par í sirka milljón ár, ofsa þægilegir menn. Við spjölluðum um heima og geyma.. en aðallega mat.. þeir ferðast mikið og elska mat... sem er algerlega mitt áhugamál líka ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því fyrr. Þeir höfðu borðað þarna fyrir 3 árum síðan og líkað vel. Þá var þessi staður einn af betri sjávarréttastöðum á svæðinu, eitthvað hefur honum hrakað síðan... allavega sögðu þeir að bæði aðsóknin og verðið hefðu farið niður... mér fannst allavega OK að borga tæpar 3000 krónur fyrir frábært risotto með fullt af humri, rækjum, kolkröbbum, fiskum og kræklingi í skelinni og öllu.. með stóran humar yfir allt saman.... og hvítvínsglas....
Bara fínt ;)

2.9.11

Dagur 5.

Dagarnir líða hægt þegar lítið er að gera.. ég er röltandi um bæinn út í eitt... i hitabylgjunni.. komin með blöðrur á fæturna og nettan roða í kinnarnar :)
Skrifstofa skólans er bara opin þri-fim og ég fór ekki í þessari viku.. bæði vegna þess að ég er bara ekkert að flýta mér.. og líka vegna þess að ég er ekki alveg búin að fatta strætóana :)
En það kemur.. það er mission næstu daga að læra á þetta allt... fara uppeftir og skrá mig, allskonar sem þarf að skrá, skrá þetta og hitt.. fá stúdentakort fá dvalarleyfi og tímabundna kennitölu (Eða ég held að það sé það sem þetta er).. Fá þetta allt á hreint sem sagt :)
Ég er ekki með internet tenginu heima í holunni minni... já.. þetta er eiginlega hola... hún lítur nokkurnvegin svona út...

Ágætlega hugguleg... æ eða þannig.. ég er allavega með prívat baðherbergi og heitt vatn...
Ég ætla samt að líta í kringum mig eftir einhverju öðru... þetta er alveg í það dýrasta... svona úr því ég vann ekki í lottóinu.
Annars er allt ágætt... það á ekki alveg við mig að þegja dægrin löng.. en það geri ég núna því ég kann ekki að tala :) hehe
Ég spreyti mig þó á ítölskunni í búðum og svona... en ég hlakka mikið til að byrja í ítölskunáminu.. bæði uppá það að geta loksins farið að tala :) og líka uppá það að kynnast fólki...

Ég mæli göturnar enn um sinn... skrifstofa skólans næst opin á þriðjudag og þá fer allt að gerast. Þá læt ég skrá mig í skólann og ítölskuna... það liggur við að ég hlakki til.. þetta á ekki alveg við mig að láta bara tímann líða... enda alveg ótrúlega lítið varið í hlutina þegar maður er svona einn á vappi... þannig séð.. enginn til að tala við „sjáðu þetta!.. eða þetta!..“ Búhú.. þetta var væl dagsins.

Enda þetta á mynd sem ég tók við enda götunnar, mínar dyr eru ca þær sjöttu héðan séð.. á hægri hönd..
... og þetta er, ykkur að segja, eina myndin sem ég hef tekið hér á ítalíu !!
Meira síðar


30.8.11

Ferðin

Jæja, þá er ég lent á Ítalíu... Flugið gekk vel, einungis nokkurra mínútna seinkun :) 
Það hefur verið hitabylgja á Ítalíu undanfarið.. mér skilst að hún sé í rénun.. sem betur fer... það var 25 stiga hiti hérna um miðnættið þegar við lentum!!   Sjitt hvað íslenskri feitabollu þykir það mikið þegar þarf að burðast með töskur og vera í mannmergð...  hehe..

Núna er ég stödd á gistihúsi skammt frá aðalbrautarstöðinni í Bologna og er að eta morgunmat... svo fer ég út og tosa töskunrnar á eftir mér niður á stöð... og finn útúr því hvort ég man hvernig á að segja "einn miða til Flórens takk" á ítölsku :)

28.8.11

Já, það er komið að því !

Nú er allt að gerast. Flug á morgun.. komin með íbúðarholu til að sofa í og allt að verða klárt.
stóra VANDAMÁLIÐ í lífinu núna er að ákveða hvaða skó ég á að taka með !!!!
... einnig er smá problem að skera nógu mikið niður til að "allt" komist fyrir í tveimur töskum sem hvor um sig fer ekki yfir 20 kíló.
Það hlýtur að reddast :) eins og allt annað :)
Hérumbil allt dót og drasl komið í geymslur út um bæ og sveitir... smávegis stöff sem fer á háaloftið hjá Sessu... og geymslu hjá Höllu...
Bara eftir svona smotterí eins og að kaupa gjaldeyri og svoleiðis dót sem ég gleymdi alveg að spá í :)
svo er bara Ciao !
ótrúlegt en satt.... og ég sem hafði svo ótrúlega mikinn tíma til að undirbúa mig og læra ítölsku.... er bara allt í einu að fara og akkúrat eiginlega ekkert búin að gera...
En.. ég hef allan september til að læra ítölsku.. svo læri ég tölvufræðidót...
Fino a tardi (þar til síðar..)

11.8.11

Margt smátt...

Það er að nógu að hyggja áður en lagt er í langferð.
Það þarf að segja upp, leggja inn, taka út, kaupa, selja, pakka, flytja, lána, fá lánað, græja og gera...
ToDo listinn er býsna langur.. en þó saxast á hann í rólegheitunum.

Það er allt að verða tryggt nema húsnæðið úti... og þó er ekkert víst að það fari neitt í vitleysu hjá mér...
kannski er hin kínverska Zahn Zhang bara alveg til og alveg tilbúin að leigja mér herbergi... en kannski er hún bara svindlari sem bíður spenntur eftir fyrirframgreiðslunni sem mér er ætlað að reiða fram sem fyrst...
Kannski... kannski ekki...

Ég er allavega skráð í skólann og búin að láta báða skóla samþykkja og stimpla námssamninginn...
Ég er allavega búin að kaupa flugmiðann út...
Ég mun fara á ítölskunámskeið...
Ég mun fara að læra tölvufög á ítölsku...
Ég ætla líka að læra stærðfræði á íslensku.. svona með...
og svo tek ég nottulega með mér prjónana.. svo mér leiðist ekki... :)

Það er bara þetta smáatriði þarna á milli... s.s. milli daganna þar sem ég ætla að gera allt þetta skemmtilega... þ.e. næturnar.. hvar ég halla höfði mínu :) Hvar ég finn einhverja fermetra sem verða "mínir" næsta árið eða svo...
Það reddast örugglega   :)
Held ég :)

4.8.11

Skólinn...

Jæja.. búin að láta skrá mig rétt hérna í skólanum svo ég fái greiðsluseðil... ekki það að mér þyki gaman að borga.. sérstaklega ekki þegar þeir hækka gjöldin helling milli ára...
Heldur er þetta víst nauðsynlegt svo þetta ítalíudæmi gangi upp :)
Ég skráði mig líka í stærðfræðina... hef þá mánuð til að ákveða hvort ég held áfram í henni eða ekki...  EN þá verð ég að byrja að læra áður en ég fer út!!!  því kennsla byrjar 18.ágúst í HR...
Þetta verður áhugavert púsl :)

29.7.11

... skemmtileg jarðarför...

Eins og einn vinnufélagi minn sagði í gær:  "það er skrítið að segja það, en þetta var skemmtilegasta jarðarför sem ég  hef farið í"
Það er ekkert skrítið :)  Alfred byrjaði ballið með því að láta spila What a day for a daydream með Lovin' spoonful... það kom brosinu á varirnar... svo var enginn prestur.. það er líka alltaf upplífgandi... þarna var bara maður frá siðmennt sem stjórnaði athöfninni vel og af virðingu. Hann las upp minningarorð bæði sem fjölskyldan hafði sett saman og svo minningu frá besta vini Alla... það var eiginlega meira hlegið en grátið yfir þessum ræðum því húmorinn sem alltaf einkenndi Alla skein þarna í gegn og þó ég væri með kökkinn í hálsinum og augun full af tárum þá flissaði ég hvað eftir annað.  Inn á milli voru sungin falleg lög... og svo var spilað Who wants to live forever? með Queen...  Alveg í hans anda :)   en besta djókið (og þó viðeigandi)  var útspilið.... Alfred valdi sér bálför, og það var tiltekið í ræðunni að svo væri og að útspilið væri sérstaklega valið....   lagið Alelda með Ný Dönsk !!  sérdeilis flott val :)
Ég heimsótti Alla fyrir stuttu.. og þá sagði hann mér frá þessu... mjög ánægður með valið og ég gat ekki annað en verið honum hjartanlega sammála :)  Bæði var tengingin við bálið skemmtileg og svo er texti lagsins sunginn í orðastað manns sem rökræðir og hefur sterkar skoðanir og leiðist fólk sem hefur ekki skoðun og getur ekki rætt hlutina eða staðið fyrir sínu....  Þannig var Alli.. nema hvað hann lét sér yfirleitt ekki leiðast.. hann hafði allt of mikið skemmtilegt að gera til þess :)
Svo nú er þessu lokið... í bili... ég bíð spennt eftir því að vita hvort hann lætur vita af sér í framtíðinni... hann sagðist alltaf vera þeirrar skoðunar að þegar fólk deyr.. þá deyi það bara og búið. En hann lofaði að ef hann hefði rangt fyrir sér þá myndi hann láta okkur vita :)

20.7.11

Söknuður...

Hann dó í morgun... og þrátt fyrir að sakna hans gríðarlega þá er ég fegin að baráttan var ekki lengri.
Krabbinn hafði betur á ótrúlega stuttum tíma.
Það er ótrúlegt hvernig þetta fyrirbæri getur étið upp stóra, hrausta menn og konur... vini.. vandamenn...
...

Við Halla fórum áðan og fengum okkur Frappó.. til minningar... extra þykkan með extra skoti af kaffi :o)

*dæs*

En.. lífið heldur áfram, alveg á fullu... 
Hann vildi ekki að fólk væri að væla eitthvað og vesenast þegar hægt væri að gera eitthvað skemmtilegt og gefandi...

Svo að við skulum halda áfram :o)

18.7.11

Flug

Nú er loksins komin endanleg staðfesting frá skólanum úti um að ég sé skráð í skólann og að námssamningurinn hafi verið samþykktur.
Svo nú er komið að því að bóka flug :) :) :) 
en þá er úr vöndu að ráða... ég veit ekkert í minn haus....

Flug með Icelandair til Mílanó (fram til 1.sept) 50.000   (þá er lestarferðin svolítið löng)
Flug með IcelandExpress til Bologna (Síðasta flug 29.ág) 45.000   (mikið styttri lestarferð)
ef ég færi með punktum til London og gisti þar gæti ég fundið flug beint til Flórens á 21-35 þúsund þaðan ef marka má flight.com og eDreams.com
Alveg spurning hvernig þetta endar...

ein í ruglinu...

1.7.11

Kleinur og partar...

Við steiktum kleinur í fyrradag.. ég, Sessa og Hanna...  svosem ekki í frásögur færandi, nema hvað ég fór að hugsa um það hversu gamaldags ég er í mörgu...
Mér finnst gaman að allskonar þjóðlegum hlutum bæði í matargerð og fleiru... ég hef gaman að því að prjóna og hekla og þessháttar... ég hlusta frekar á "gamla" músík en nýja og tek Neil Sedaka fram yfir Justin Bieber hvenær sem er :)
Er ég lúði ? eða er ég ekki lúði ??

er kannski bara allt í lagi að vera lúði ?

23.6.11

Það er ekkert víst að þetta klikki...

Nú stendur sem hæst undirbúningur fyrir Ítalíudvölina. Mikið skrifað af bréfum vegna námssamnings, húsnæðis og fleiri hluta.  Og eins og maðurinn sagði:  "Það er ekkert víst að þetta klikki"...
Svei mér þá, ég held að þetta sé bara að verða ágætt :)

Þó er samt eiginlega ekkert fast í hendi ennþá :)  nema það að ég er skráð í háskólann í Flórens næsta vetur. Hvað ég læri þar og hvar ég mun búa er aðeins á reiki ennþá.. en ég finn útúr því... í síðasta lagi þegar ég kem út :)

Búin að sækja um sjúkratryggingakort, svo þarf að redda bunka af passamyndum og allskyns skírteinum og stimpluðum vottorðum...

Verð líka að klára að fylla út "alvöru" umsókn og senda út....

kannski best að hætta þessu og gera eitthvað af viti :)

15.6.11

Einu sinni á ári ?

Sumum þætti það ekki frammistaða að koma með eitt til tvö blogg á ári..
Einusinni var ég ofsa dugleg að blogga... svo hafði ég ekkert að segja...

en nú er svo margt að gerast.. líklega kemur þá andinn yfir mig aftur :)

sjáum til....