23.6.11

Það er ekkert víst að þetta klikki...

Nú stendur sem hæst undirbúningur fyrir Ítalíudvölina. Mikið skrifað af bréfum vegna námssamnings, húsnæðis og fleiri hluta.  Og eins og maðurinn sagði:  "Það er ekkert víst að þetta klikki"...
Svei mér þá, ég held að þetta sé bara að verða ágætt :)

Þó er samt eiginlega ekkert fast í hendi ennþá :)  nema það að ég er skráð í háskólann í Flórens næsta vetur. Hvað ég læri þar og hvar ég mun búa er aðeins á reiki ennþá.. en ég finn útúr því... í síðasta lagi þegar ég kem út :)

Búin að sækja um sjúkratryggingakort, svo þarf að redda bunka af passamyndum og allskyns skírteinum og stimpluðum vottorðum...

Verð líka að klára að fylla út "alvöru" umsókn og senda út....

kannski best að hætta þessu og gera eitthvað af viti :)

15.6.11

Einu sinni á ári ?

Sumum þætti það ekki frammistaða að koma með eitt til tvö blogg á ári..
Einusinni var ég ofsa dugleg að blogga... svo hafði ég ekkert að segja...

en nú er svo margt að gerast.. líklega kemur þá andinn yfir mig aftur :)

sjáum til....