30.8.11

Ferðin

Jæja, þá er ég lent á Ítalíu... Flugið gekk vel, einungis nokkurra mínútna seinkun :) 
Það hefur verið hitabylgja á Ítalíu undanfarið.. mér skilst að hún sé í rénun.. sem betur fer... það var 25 stiga hiti hérna um miðnættið þegar við lentum!!   Sjitt hvað íslenskri feitabollu þykir það mikið þegar þarf að burðast með töskur og vera í mannmergð...  hehe..

Núna er ég stödd á gistihúsi skammt frá aðalbrautarstöðinni í Bologna og er að eta morgunmat... svo fer ég út og tosa töskunrnar á eftir mér niður á stöð... og finn útúr því hvort ég man hvernig á að segja "einn miða til Flórens takk" á ítölsku :)

28.8.11

Já, það er komið að því !

Nú er allt að gerast. Flug á morgun.. komin með íbúðarholu til að sofa í og allt að verða klárt.
stóra VANDAMÁLIÐ í lífinu núna er að ákveða hvaða skó ég á að taka með !!!!
... einnig er smá problem að skera nógu mikið niður til að "allt" komist fyrir í tveimur töskum sem hvor um sig fer ekki yfir 20 kíló.
Það hlýtur að reddast :) eins og allt annað :)
Hérumbil allt dót og drasl komið í geymslur út um bæ og sveitir... smávegis stöff sem fer á háaloftið hjá Sessu... og geymslu hjá Höllu...
Bara eftir svona smotterí eins og að kaupa gjaldeyri og svoleiðis dót sem ég gleymdi alveg að spá í :)
svo er bara Ciao !
ótrúlegt en satt.... og ég sem hafði svo ótrúlega mikinn tíma til að undirbúa mig og læra ítölsku.... er bara allt í einu að fara og akkúrat eiginlega ekkert búin að gera...
En.. ég hef allan september til að læra ítölsku.. svo læri ég tölvufræðidót...
Fino a tardi (þar til síðar..)

11.8.11

Margt smátt...

Það er að nógu að hyggja áður en lagt er í langferð.
Það þarf að segja upp, leggja inn, taka út, kaupa, selja, pakka, flytja, lána, fá lánað, græja og gera...
ToDo listinn er býsna langur.. en þó saxast á hann í rólegheitunum.

Það er allt að verða tryggt nema húsnæðið úti... og þó er ekkert víst að það fari neitt í vitleysu hjá mér...
kannski er hin kínverska Zahn Zhang bara alveg til og alveg tilbúin að leigja mér herbergi... en kannski er hún bara svindlari sem bíður spenntur eftir fyrirframgreiðslunni sem mér er ætlað að reiða fram sem fyrst...
Kannski... kannski ekki...

Ég er allavega skráð í skólann og búin að láta báða skóla samþykkja og stimpla námssamninginn...
Ég er allavega búin að kaupa flugmiðann út...
Ég mun fara á ítölskunámskeið...
Ég mun fara að læra tölvufög á ítölsku...
Ég ætla líka að læra stærðfræði á íslensku.. svona með...
og svo tek ég nottulega með mér prjónana.. svo mér leiðist ekki... :)

Það er bara þetta smáatriði þarna á milli... s.s. milli daganna þar sem ég ætla að gera allt þetta skemmtilega... þ.e. næturnar.. hvar ég halla höfði mínu :) Hvar ég finn einhverja fermetra sem verða "mínir" næsta árið eða svo...
Það reddast örugglega   :)
Held ég :)

4.8.11

Skólinn...

Jæja.. búin að láta skrá mig rétt hérna í skólanum svo ég fái greiðsluseðil... ekki það að mér þyki gaman að borga.. sérstaklega ekki þegar þeir hækka gjöldin helling milli ára...
Heldur er þetta víst nauðsynlegt svo þetta ítalíudæmi gangi upp :)
Ég skráði mig líka í stærðfræðina... hef þá mánuð til að ákveða hvort ég held áfram í henni eða ekki...  EN þá verð ég að byrja að læra áður en ég fer út!!!  því kennsla byrjar 18.ágúst í HR...
Þetta verður áhugavert púsl :)