30.9.11

Af pakki og pakka...

"Pakkið" - Það er alltaf jafn skrítið fyrir sveitamann að sjá betlara "að störfum". Hér er töluvert af sígaunum sem sýna kaun sín, fötlun eða óléttur og betla aur.. sem betur fer eru ekki börn í þessum hópi hér en mér skilst að sumsstaðar, t.d. í Róm, sé töluvert af betlandi börnum.  Það hlýtur að vera enn verra að sjá.
"Pakkinn" - ég hef nú verið hér í tæpar 5 vikur, þar af hef ég verið að bíða eftir pakka í nærri 4 vikur.
Halla sendi pakkann af stað tæpri viku eftir að ég lenti hér, ég beið.. vongóð í fyrstu en svo með smá áhyggjusvip... viku seinna kom þykkt bréf með eyðublöðum og spurningum sem ég þurfti að svara nákvæmlega... mér leið svona aðeins eins og meintum smyglara eða hryðjuverkamanni...  en, ég fyllti þetta út með góðra vina hjálp og sendi til tollsins í Mílano sem lá á pakkanum eins og ormur á gulli... lengi lengi...
Svo loksins var pakkinn borinn út í síðustu viku.. akkúrat þegar ég var í skólanum... ég fór á pósthúsið daginn eftir (það er bara opið fyrir hádegi eins og flest annað sem maður þarf að nota)  þar vissi enginn neitt...  og á meðan var reynt að bera pakkann út aftur.  Ég sá á miðanum sem kom heim að líklega yrði reynt þrisvar.. svo næstu daga beið ég spennt og fór varla útúr holunni...  en ekki kom pakkinn.  Ég fékk á endanum hana Helgu til að hringja fyrir mig og athuga þetta. Hún hringdi, og hringdi og hringdi... á fjórða eða fimmta staðnum sem hún hringdi á (það vísar alltaf hver á annan eins og í Ástríki og þautunum tólf) fékk hún loks að vita að pakkar frá útöndum færu á sérstakt pósthús fyrir utan Flórens... pakkinn var svo sérstaklega sendur á póstmiðstöð inni í Flórens svo við gætum sótt hann... og þegar til kom þurfti ég að borga TOLL af gömlu fötunum mínum (og Höllu) því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Þeir gera það bara eftir hentugleikum að taka tillit til þess að við erum í umsóknarferli og viðræðum við EU.... stundum fæ ég evrópuafgreiðslu stundum ekki....  En til viðbótar við sendingarkostnaðinn þá þurfti s.s. að borga 26.50 evrur í TOLL !!!!!

Ég hef tekið ákvörðun um að láta ekki senda mér neitt fleira hingað... ég bara nenni þessu strögli ekki :(
Ég vil miklu frekar fá fólk hingað með eitthvað skemmtilegt í töskunni sem ég get tekið til að búa til pláss fyrir eitthvað annað skemmtilegt til að taka með sér heim :)

Bestu kveðjur til ykkar í haustlægðinni...
hérna lætur haustið ekki á sér kræla og elstu menn klóra sér í sólbrunnum skallanum yfir þessu endalausa sumri....  upp undir 30 gráður seinnipartinn hvern einasta dag...
Ég held ég tali við Ömmu og þau þarna uppi um að skipta þessu aðeins niður á milli okkar :)
bíbí í bili :)

2 comments:

  1. iss alltaf hægt að reyna aftur :) Ég er alla vega með pakka handa þér og hann mun skila sér til Italíu

    Bryndís Steinunn

    ReplyDelete
  2. Anna Gísladóttir04 October, 2011 14:36

    Vonandi kippa amma og almættið í einhverja spotta varðandi veðrið ;)
    Luv ja !

    ReplyDelete