14.10.11

Eitt skemmtilegt...

Ég var dregin með á pöbb um daginn... tja, reyndar þurfti ekki að draga mig neitt... Paolo var rétt búin að segja "viltu koma með..."  þá sagði ég JÁ  var komin í skóna á núlleinni og tilbúin frammi við dyr!!  Æ ókei, þetta voru ýkjur í hina áttina... þið ímyndið ykkur bara milliveginn :)

Sko.. á pöbbnum voru kunningjar hans að spila. Pöbb þessi er skammt frá "holunni"  og harma ég það mjög að hafa ekki rekist á hann á mínum fjölmörgu kvöldgöngum um hverfið.
En, félagarnir eru strákar á miðjum aldri.. (ókei, sem er minn aldur) þeir spila svona fönkaðpopprokk... veit ekki alveg hvað þessi tónlistartegund heitir :)  En þarna heyrði  ég einhverjar þær skemmtilegustu útgáfur af Sympathy for the devil  og After midnight  sem ég hef heyrt :)  þeir spiluðu á gítar, bassa, trommur og trompet, auk þess sem bassaleikarinn spilaði á þverflautu öðru hvoru.  Þeir tóku líka bítlalög, rokk, rokkabillý og allskonar og gerðu það algerlega að sínu á snilldarlegan hátt :)
Það var sko alveg þess virði að skottast útúr húsi það kvöldið !!

Ítölskunámið er að fara af stað.. það er mestmegnis sjálfsnám á netinu.. með aðgengi að kennara sem fer yfir verkefni sem maður sendir með tölvupósti og svo eru kennararnir við ca einu sinni í viku fram að jólum....
Það er ekkert víst að þetta verði neitt ömurlegt...  kannski næ ég að skófla upp nógu mikilli þekkingu til að fá að hlaupa yfir eitt stig í vetur og fara beint í kúrs 3 eftir áramót...  aldrei að vita..

Ég hef fengið að vita það að einhverjir hafi lent í vandræðum með að kommenta á bloggið.... endilega sendið mér póst eða skilaboð á feisbúkk eða sms eða eitthvað, ef það gerist...
ég er alveg til í að flytja bloggið eitthvert annað til að fá að sjá meira frá ykkur... þetta er stundum hálf einmanalegt hérna....

8 comments:

  1. Gaman gaman, mín að kynnast lífinu í bænum :O) Snilldin ein... er eiginlega viss um að þetta verður allt æðislegt ;O)

    ReplyDelete
  2. jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii..... gat loksins commentað :O)

    ReplyDelete
  3. og aftur meira að segja... ;O)

    ReplyDelete
  4. Reglulega út á lífið ! Það bætir og kætir :)

    ReplyDelete
  5. að skrifa comment er góð skemmtun

    ReplyDelete
  6. Reyni fyrir mér

    ReplyDelete
  7. Ég er viss um að ég var komin í gegnum þennan kommentafrumskóg... En ég vildi að þú hefðir getað tekið upp After midnight, það hefði ég viljað heyra! knús í þinn bæ lovjú djer

    ReplyDelete
  8. Líst vel á að þú farir aðeins út á lífið. Vantar strákana ekki söngkonu ?

    ReplyDelete