8.10.11

Verkir og önnur vitleysa

já, nú er það slæmt. Ég er tæplega fertug kelling... og er komin með tannpínu í fyrsta skipti á ævinni!!  Ég hélt að þetta væri bara þetta endalausa vesen útaf beineyðingunni sem ég er að kljást við, en öll mín "venjulegu" ráð dugðu ekki til að drepa niður verkina sem ég hef haft núna í meira en 3 vikur. Ég hef étið ógrynni af verkjatöflum og burstað og skolað en ekkert hefur virkað.. þetta versnar bara. Ég hringdi því í neyðarnúmerið.... hehe.. sko í Mæju... og hún reddaði mér tíma í gærkvöldi hjá tannlækni þarna niðurfrá hjá henni. Sá tannlæknir er á stofu með tannlækninum hennar Mæju.  Þessi ágæti tannlæknir skoðaði mig og kvað svo upp þann úrskurð að aftasti jaxlinn væri ónýtur að innan... ég þyrfti samt að fá röntgenmynd og frekari skoðun á betri stofu... svo heppilega vill til að þessi kona er líka með stofu hérna inni í Flórens svo ég fékk tíma hjá henni á mánudaginn kl 12. Þá verður tekin mynd og/eða tönnin opnuð.... ef hún spáir rétt, stend ég frammi fyrir heljarinnar viðgerð :(  sussumsvei :(  Þíð fáið sko örugglega að frétta af því.. á eftir að setja inn vælupóst!!
Það skrítna er að það var tekin röntgenmynd af þessari tönn (og fleirum nottulega) fyrir ca 2 mánuðum og þá sást ekkert !!!  Mæja lenti reynar í þesu líka fyrir ca 2 árum að vera með svona skemmdan jaxl sem sást ekkert á röntgen....
En, eins og ég sagði.. ég á eftir að væla meira yfir þessu...

Annað...  það sannaðist í dag að útlitið skiptir máli þegar að því kemur að falla í hóp eða kynnast fólki.
Ég er s.s. með tannpínu og alltaf þreytt því ég sef illa útaf verkjum... ég fékk svo símtal frá Mæju í gær og rauk út til að ná strætó og komast til hennar í tæka tíð fyrir tannlæknatímann.... henti tannburstanum í töskuna og hljóp út....  strætó hættir að ganga snemma á kvöldin þarna úti í sveit svo ég gisti hjá Mæju í nótt... kom svo með rútu í morgun, rétt í tæka tíð til að mæta á Erasmus kynningu á safni niðri í bæ.
Ég hafði ekkert með mér til að hemja hárið (sem er þurrt og tryllt, ekki búið að venjast vatninu hér)  og ekki einusinni með maskara eða neitt... svo ég mætti þarna eins "au naturale"  og hægt er... sem er ekki mjög aðlaðandi sjón þegar ég á í hlut....
Þar mættu um 30 krakkar á þessa kynningu, þau eru líka skiptinemar við deildina sem ég er í (Stærðfræði, eðlis- og náttúruvísindasvið). Þau eru öll um tvítugt.... öll voða töff...  þegar við vorum að "mingla" þá mynduðust litlir hópar eins og gengur.... þá fékk ég nokkur svona vorkunnsemi-augnatillit, og svo var stigið framfyrir mig og snúið við mér baki, hringnum lokað....  ég reyndi nokkrum sinnum... spjallaði smá og svo var ég alltaf komin útúr.... ofsa gömul og grá...  
Reyndar er ég líka gömul og grá í dag útaf svefnleysi og pilluáti... svo kannski var þetta bara fyrirsjáanlegt...
Gengur betur næst... ef ég frétti af einhverju.. þau töluðu um hinar og þessar ferðir sem Erasmusnemar væru að fara í og hittinga og partý.... ég spurði hvar maður frétti af svona og fékk bara stuttaralegt "feisbúkk"...

Kynningin var samt ekki með öllu ómöguleg. Hún var haldin á náttúrugripasafninu.... við fengum leiðsögn um safnið (sem ég skildi nottulega ekki bofs í :)  ) , safngripirnir voru fullraunverulegir á köflum en mjög fróðlegir.. ég er mikið fróðari um innyfli og annað inní mér núna...
Við skoðuðum líka gamlar stjörnuskoðunargræjur og fórum upp í turninn og sáum borgina frá nýju sjónarhorni.
Eftir að fá okkur að borða, skoðuðum við kristallasafnið...


Mörg falleg sköpunarverk náttúrunnar þar....
ég hendi inn myndum á picasa og fésið á eftir..

Jæja,  ég held ég ætti að hætta að væla og fara að fá mér meiri pillur og smá mat...

meira síðar
Sif, Karíus og Baktus...

3 comments:

  1. ÆÆ ömurlegt að heyra með tannpínuna þína :( ég hér með sendi þér fullt af verkjastilllandi og góðum hugsunum :)
    láttu þér líða vel elsku fallega kona :) kveðja úr kuldanum :) Þurý

    ReplyDelete
  2. Aejj, thu att alla mina samud med fjandans tannpinuna - gangi ter vel med framhaldid.
    En tetta med ad mingla og falla i hopa, eg kannast mjog vel vid tetta sem thu lysir tarna sidan eg var i mastersnaminu i Edinborg. Tad sem eg filadi mig stundum gamla og graa og ekki alveg ad falla i hopa. En ef eg tekki tig rett ta verdurdu ekki i vandraedum med ad hrista tetta af ter, tekur bara tima.
    Bestu kvedjur, Anna Malfridur

    ReplyDelete
  3. Anna Gísladóttir10 October, 2011 16:15

    Úffffff þú átt alla mína fjarsamúð ! Vonandi leysist þetta tannpínuves sem allra fyrst !
    Knús til þín :)

    ReplyDelete