Þau voru svo indæl á laugardagskvöldið Paolo og kærastan hans að bjóða mér að koma með í bíó. Ég þáði það að sjálfsögðu því ekki er svo mikið annað sem ég finn mér til dundurs ennþá :)
Við sáum myndina Carnage með Kate Winslet, Jodie Foster og fleirum... (http://www.imdb.com/title/tt1692486/) Myndin er byggð á leikriti sem hefur verið sett upp útum allan heim...(God of carnage, ég man ekki hvernig það var útlagt á íslensku) og það vill svo vel til að ég sá þetta verk á fjölunum heima og vissi því aðeins um hvað myndin snérist. Það kom sér vel þegar ég var að reyna að skilja ítölskuna. Hér er nefnilega allt "döbbað". Allt efni í sjónvarpi og bíó er talsett, sem er kannski að hluta til ástæðan fyrir því að ítalir eru upp til hópa lélegir í "útlensku". Rétt eins og Frakkar, Þjóðverjar og fleiri sem talsetja allt sem sýnt er.
En myndin var ágæt, rétt eins og leikritið. Pizzan sem ég fékk mér á eftir var líka góð :)
Ég ætla að halda áfram að fara með hvert sem mér er boðið (nema kannski í fallhlífastökk...) og halda áfram að vera með hausverk af því að hlusta á alla þá ítölsku sem ég kemst í að hlusta á...
Þá hlýtur þetta að leka inn í hausinn á mér... ég er farin að halda að hausinn sé götóttari en ég hélt og að lærdómurinn leki út jafnóðum.... hehe... ég verð þá bara að læra í stærri bitum :)
Fæst ekki svart límkítti þarna úti, þeir hljóta að kunna að þétta svona leka Ítalirnir ;O)
ReplyDelete