29.7.11

... skemmtileg jarðarför...

Eins og einn vinnufélagi minn sagði í gær:  "það er skrítið að segja það, en þetta var skemmtilegasta jarðarför sem ég  hef farið í"
Það er ekkert skrítið :)  Alfred byrjaði ballið með því að láta spila What a day for a daydream með Lovin' spoonful... það kom brosinu á varirnar... svo var enginn prestur.. það er líka alltaf upplífgandi... þarna var bara maður frá siðmennt sem stjórnaði athöfninni vel og af virðingu. Hann las upp minningarorð bæði sem fjölskyldan hafði sett saman og svo minningu frá besta vini Alla... það var eiginlega meira hlegið en grátið yfir þessum ræðum því húmorinn sem alltaf einkenndi Alla skein þarna í gegn og þó ég væri með kökkinn í hálsinum og augun full af tárum þá flissaði ég hvað eftir annað.  Inn á milli voru sungin falleg lög... og svo var spilað Who wants to live forever? með Queen...  Alveg í hans anda :)   en besta djókið (og þó viðeigandi)  var útspilið.... Alfred valdi sér bálför, og það var tiltekið í ræðunni að svo væri og að útspilið væri sérstaklega valið....   lagið Alelda með Ný Dönsk !!  sérdeilis flott val :)
Ég heimsótti Alla fyrir stuttu.. og þá sagði hann mér frá þessu... mjög ánægður með valið og ég gat ekki annað en verið honum hjartanlega sammála :)  Bæði var tengingin við bálið skemmtileg og svo er texti lagsins sunginn í orðastað manns sem rökræðir og hefur sterkar skoðanir og leiðist fólk sem hefur ekki skoðun og getur ekki rætt hlutina eða staðið fyrir sínu....  Þannig var Alli.. nema hvað hann lét sér yfirleitt ekki leiðast.. hann hafði allt of mikið skemmtilegt að gera til þess :)
Svo nú er þessu lokið... í bili... ég bíð spennt eftir því að vita hvort hann lætur vita af sér í framtíðinni... hann sagðist alltaf vera þeirrar skoðunar að þegar fólk deyr.. þá deyi það bara og búið. En hann lofaði að ef hann hefði rangt fyrir sér þá myndi hann láta okkur vita :)

1 comment:

  1. Frábær maður - og auðvitað kvaddi hann eins og honum var einum lagið :)

    ReplyDelete