11.8.11

Margt smátt...

Það er að nógu að hyggja áður en lagt er í langferð.
Það þarf að segja upp, leggja inn, taka út, kaupa, selja, pakka, flytja, lána, fá lánað, græja og gera...
ToDo listinn er býsna langur.. en þó saxast á hann í rólegheitunum.

Það er allt að verða tryggt nema húsnæðið úti... og þó er ekkert víst að það fari neitt í vitleysu hjá mér...
kannski er hin kínverska Zahn Zhang bara alveg til og alveg tilbúin að leigja mér herbergi... en kannski er hún bara svindlari sem bíður spenntur eftir fyrirframgreiðslunni sem mér er ætlað að reiða fram sem fyrst...
Kannski... kannski ekki...

Ég er allavega skráð í skólann og búin að láta báða skóla samþykkja og stimpla námssamninginn...
Ég er allavega búin að kaupa flugmiðann út...
Ég mun fara á ítölskunámskeið...
Ég mun fara að læra tölvufög á ítölsku...
Ég ætla líka að læra stærðfræði á íslensku.. svona með...
og svo tek ég nottulega með mér prjónana.. svo mér leiðist ekki... :)

Það er bara þetta smáatriði þarna á milli... s.s. milli daganna þar sem ég ætla að gera allt þetta skemmtilega... þ.e. næturnar.. hvar ég halla höfði mínu :) Hvar ég finn einhverja fermetra sem verða "mínir" næsta árið eða svo...
Það reddast örugglega   :)
Held ég :)

No comments:

Post a Comment