14.9.11

Enn um biðraðir og lokaðar skrifstofur

Nú er ég loksins formlega skráð í skólann og fæ stúdentakortið mitt fljótlega. Komin með innstimplun í kerfið og kort til ad fá afslátt á völdum matsölustöðum. Næst á dagskrá er að fara í intenetsjoppuna og fara á síðuna hjá tungumáladeildinni og skrá mig á námskeið í ítölsku. Halda svo áfram að skoða auglýsingar um herbergi til leigu nálægt skólanum. Stefni á að vera ekki meira en í september í holunni.
Til þess að fá þetta smáræði í gegn fór ég á 4 skrifstofur í dag.. í 3 húsum... tiltölulega fljót á þeirri fyrstu.. beið í klukkutíma á þeirri næstu... fljót á þeirri þriðju og svo beið ég dágóða stund eftir þeirri fjórðu... og þá var klukkan orðin svo margt að þegar ég kom niður í bæ aftur var búið að loka bæjarskrifstofunni...
Pakkinn að heiman er á pósthúsinu.. ég fékk heljarinnar bréf í póstkassann.. afrit af fylgibréfinu og svo tvö stór eyðublöð til að fylla út með ítalskri kennitölu og allt... svo nú er bara að græja dvalarleyfi og kennitölu.. svo þeir endursendi ekki pakkann...
Ég er búin að komast að því hvar bæjarskrifstofan er... Hùn er ýmist opin à morgnana eða seinnipartinn...  og ég er búin að finna pósthúsið... bara opið á morgnana svo nú er að finna sér eitthvað dund út daginn.
Kannski ég fari með tvottinn í kvöld... hmm... fer allavega í matvörubúðina og kaupi eitthvað smá... tími ekki að borða úti.. keypti mér nebbilega smá föt áðan... kjól, tvær peysur og leggings.. á 9000 kr. Eyðslusemi... það er svo dýrt að búa í miðbænum og dýrt að vera ekkert að gera að ég hef enn eitt að hafa áhyggjur af... fyrir utan það að mér verði vísað heim vegna tungumála-vankunnáttu, að ég eigi ekki eftir ad hafa efni á að vera hérna báðar annirnar! Það verður allavega eitt af markmiðunum að ná að tala sómasamlega og reyna að fá einhverja vinnu með skólanum... þá er „sjens að meika‘ða“.
EN.. nú er ekkert sem heitir að bíða meira... aftur út í nærri 40 stiga hitann og þruma í sjoppuna að skrá sig á námskeið.
Kannski veit indverjinn svo um eitthvað sniðugt að gera...

1 comment:

  1. Glatað að þurfa að skrá sig búsettan þarna til að fá pakka :O( úff.. ves. en rosalega verður þú búin að læra af þessu, hvort sem þú kemur heim eftir eina eða tvær annir :O) gangi þér vel dúllan mín. Muna -> Hef Fönn

    ReplyDelete