18.9.11

Föstudagur 16.sept. og Sunnudagur 18.sept

á, indverjinn vissi um bestu síðuna til að leita að herbergi... ég er búin að senda fullt af tölvupóstum, fá nokkur svör og skoða eitt herbergi. En þá vill stundum svo til að böggull fylgi skammrifi... manninum fannst ég eitthvað niðurdregin og bauðst til að hjálpa mér.. ég var voða niðurdregin þennan dag og hann notfærði sér það að vera ofsa góður... klappa mér á öxlina og svona.. kenna mér svo á þessa fínu síðu... og klappa mér meira.. hjálpa mér að fylla út blöðin fyrir póstinn (svo ég fái pakkann minn úr póstinum) og taka utan um mig og reyna að kyssa mig... úff.. þvílíkur dónakall :( hann á konu og barn og það skiptir hann greinilega engu máli... ég held reyndar að blöðin séu ekki rétt útfyllt því hann virtist ekkert vita hvað hann var að gera... Hann kvaddi mig svo (of) vinalega þegar ég fór og sagðist mundi hringja í mig og bjóða mér að borða... ég bað hann blessaðan að sleppa því.. En hann seldi mér þetta símakort og veit símann.. og hann hjálpaði mér að fylla út blöðin og veit því í hvaða götu ég á heima... OG þegar ég var á leiðinni út í gærkvöldi að drífa mig í strætó og fara og skoða herbergi sem var auglýst.. var þá ekki kallasninn á labbi í götunni minni með barnið sitt í kerru... ofsa glaður að sjá mig nottulega.. ég var mjög mjög mjög mikið að flýta mér og hljóp í burtu.
Þetta er orðið einum of spúkí :( ég ætla að finna herbergi annarsstaðar eins fljótt og ég get og ef hann fer að hringja meira eða eitthvað þá hendi ég þessu korti og kaupi nýtt. Bjakk.. ég fæ alveg hroll bara við að skrifa þetta.
Það eina góða við daginn í gær... ókei.. það var tvennt... annað var strákurinn sem sýndi mér herbergið. Ofsa myndarlegur og skemmtilegur :) örugglega ekkert leiðinlegt að leigja með honum. Svo þegar ég lagði af stað heim ákvað ég að tékka á ratvísi minni í myrkrinu og labba í áttina að skólanum og taka strætó þar... það gekk eiginlega alveg vel.. ég fann réttar götur alveg strax og þetta var bara tiltölulega stutt. En þegar ég ætlaði að taka strætó var ég ekki á réttri stöð, þeir stoppa nefnilega ekki hvar sem er. Þar hitti ég indælan strák (hinn góði hluti dagsins) sem benti mér á að ég þyrfti að fara einni götu neðar.. ég rölti þangað og kannaðist þá alveg við mig. Hef ekki verið þarna í myrkri áður sko...
En, ég heyrði í Mæju í dag.. þau fjölskyldan eru að koma til Flórens í kvöld að kíkja á stóran markað og skemmtilegheit sem eru í gangi. Ég ætla að hitta þau þar, það verður gaman að hitta einhvern sem hægt er að tala við án þess að stama :)
Svo er stefnan tekin á morgunkaffi á kaffihúsi á morgun... þá ætlar önnur íslensk stelpa sem ég „fann“ að koma inn til Flórens og hitta mig. Hún hefur búið hér í mörg ár og langar að hitta einhvern og tala íslensku :)
Fljótlega eftir kaffihús á ég svo stefnumót við Sessu og Mömmu á Skype... brjálað að gera í íslenskunni...

Vidbot à sunnudagskvoldi:

Planid breyttist adeins... Fòr med stræto til Mæju i gærmorgun og var ad koma aftur nuna. Utbitin af moscito en ofsalega ànægd med helgina.  Mæja lànadi mèr itolskubækur, màlfrædi og sollis.. ætla ad nota tetta a næstunni :)

Var ad fa post fra sæta stràknum - get fengid herbergid ef eg vil...
Eg var ad senda post utaf tveimur odrum, adeins odyrari.. ætla ad sja til til morguns...
Eg ætla svo ad hitta Helgu a morgun à kaffihùsi :)

3 comments:

  1. MOohohoho allt að gerast í útlandinu :) Þetta verður æði ekki leiðinlega að hitta sæta stráka hér og þar :)
    láttu þér líða vel kroppur :)

    ReplyDelete
  2. Oj dónakall!!!!! Þú sparkar í hann ef hann reynir eitthvað meira!! En þú hefur allavega nóg að gera <3
    Knúúúúús á þig beib ;o)
    Margrét

    ReplyDelete
  3. ógeð þessi dónakall en mundu að ef þú hittir sætann ítalskan þá dregur þú hann með heim til Íslands eftir árið.... Hann verður svo velkomin til okkar

    ReplyDelete