11.9.11

Að ná sér niður

 
Það er alveg séríslenskt fyrirbæri þetta að láta alla hluti gerast á ógnarhraða og helst ekki að þurfa að bíða eftir neinu. Við erum vön að fá samdægurs.. á morgun... eða innan örfárra virkra daga það sem hugur okkar girnist. Hvort sem það eru kreditkort, símar, nettengingar eða annað. Við mætum snemma í vinnuna og hættum seint og erum „til taks“ hvenær sem er.
Séríslensk óhemja, alein í útlandinu, á því erfitt með að gíra sig niður í það tempó sem ríkir á Ítalíu. Hér mæta menn bara í vinnuna þegar þeir nenna (sýnist mér), ef það er próf í skólanum er húsinu bara læst og enginn má koma inn... ekki einusinni til að fara á alþjóðasviðsskrifstofuna... sem myndi kannski heldur ekki þýða neitt því þegar maður hringir þangað þá ansar ekki...
Ég ætlaði að nota allan september í að vera á tungumálanámskeiðum hjá tungumálamiðstöð skólans. Til þess að skrá mig þar þarf ég að vera skráð í skólann og með aðgang að innraneti hans. Til þess að það hinsvegar takist, þarf ég að ná í skottið á þessum kvennsum sem vinna á alþjóðasviðsskrifstofu skólans (eða eiga að vera þar milli 9 og 13 þri-mið-fim samkvæmt auglýstum tíma) og fá þessa skráningu í gegn.
Séríslenska óhemjan hefur því verið í því að bíða.. og bíða...
Bíða eftir að það komi þriðjudagur... bíða eftir því að klukkan verði... bíða eftir strætó (aldrei á tíma)... bíða eftir pakka að heiman... bíða eftir því að sim-kortið sem hún keypti verði virkt (komnir 5 virkir dagar og þeir segja alltaf „á morgun“).. bíða eftir því að það komi kvöld svo ég geti farið að sofa (leiðist minna sofandi en vakandi).. bíða eftir því að það hljóðni aðeins í miðbænum svo ég geti sofnað, það er stundum erfitt.. ég komst að því um daginn að í þessari litlu borg (minni en Reykjavík að flatarmáli) búa meira en 400.000 manns! Og þá eru dreifðustu úthverfi ekki talin með!
Núna bíð ég eftir því að það komi mánudagur svo ég geti haldið áfram að reyna að finna mér eitthvað námskeið til að fara á þangað til ég get skráð mig í skólann. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að mér verði hent út vegna skilningsleysis þegar háskólinn byrjar svo...
Já, og ég er líka að bíða eftir haustinu! Það er aðeins að kólna hérna..hitinn fór niðurfyrir 30 stig að deginum síðustu 3 daga. Ég bíð spennt eftir haustinu því það á að vera svona melló – um og yfir 20 stig og blíða. Djös munur verður það nú fyrir séríslenska óhemju sem svitnar af geðvonsku við að hemja sig í logni og blíðu í útlandi.

4 comments:

  1. Viltu skipta ? ég veit að vísu ekkert um það sem þú ætlar að læra, en væri meira en til í að láta mér leiðast annarsstaðar en hér ;O) það eru ekki aðstæður sem láta manni leiðast, heldur hugarástand. maður getur verið hræðilega einmana innanum fullt af fólki sem maður þekkir þó vel og á stað sem manni yfirleitt líður vel á. en þetta veistu svo sem líka góðan mín :O) þú átt eftir að massa þetta skólamál þegar allt kemst í gang, belívjúmí, og þá kynnistu fleira fólki og getur örugglega tekið að þér eitthvað fyrir einhvern svo þú hafir allt of mikið að gera :O) njóttu þessa alls, ekkert víst þetta fari allt í vitleysu ;O) LuvJa

    ReplyDelete
  2. Hæ elskan :)
    Mér finnst þetta svo óhemju spennandi hjá þér :) vertu bara bjartsýn og glöð , þá reddast allt :) þú átt eftir að brillera í skólanum :) ég veit það :)
    láttu þér líða sem bezt , ég sendi þér góða strauma :)
    luv Þurý

    ReplyDelete
  3. Sammála síðustu ræðumönnum, ef ég þekki þig rétt verður þú með brjálað að gera eftir smá stund! Þú ert soldið svoleiðis ;o)
    Kveðja,
    Margrét

    ReplyDelete
  4. þú ert svo mikið æði og ég er svo stollt af þér að gera þetta. En það verður samt æði að fá þig svo aftur heim. En ég held að þú eigir eftir að vera hrókur alls fagnaðar í útlandinu og þegar þú kemur aftur til Íslands munu margir gráta á ítalíu fyrir að missa svona gullmola eins og þig.
    luvjú
    Bryndís og Jóhannes

    ReplyDelete