22.9.11

Skárra eða verra ?

Já, það er ekki á allt kosið í þessum heimi. Þegar stressið var sem mest í sumar í vinnunni og yfirvinnutímarnir skiptu tugum í hverjum mánuði þá óskaði ég þess að fá aðeins meiri rólegheit...
En núna, þegar heimsmetið í rólegheitum hefur verið  margslegið þá óska ég þess heitt og innilega að hafa eitthvað að gera !!
Aldrei hægt að gera manni til hæfis ?

Ég á að hitta umsjónarkennarann á morgun kl 4.  "Svo seint?" sagði einn... en, nei... það er ekki seint hér. Hérna mætir flest skrifstofufólk og búðafólk um kl 9 og vinnur til 1... hádegishlé til ca 3-4 og búðir svo opnar til 7-8 um kvöldið.  Lítið um að vera á siestunni nema rétt á mestu túristastöðunum.
En já, umsjónarkennarinn.. ég hitti hann á morgun og þá verður farið yfir það hvernig stundaskráin verður og hvort ég komist ekki örugglega í alla tíma.  Sem ætti að vera því ég er bara í einu stóru fagi, það væri þá helst að rekast á við ítölskunámskeiðið sem byrjar 6.okt.....
Svo segja þeir að skólinn byrji í næstu viku... ég vona það... og ég vona að þetta fag verði að einhverju leyti kennt á ensku...  heimasíðan er á ítölsku og ég hef ekki fundið enn hvort það er komin kennsluskrá eða bókalisti...

Ég mun svo (ef ekkert breytist) flyta einhverntíman á næstunni til strákanna... það er dágóður spölur að labba í skólann en ég get tekið strætó ef þannig stendur á...  og ég fæ alveg ókeypis líkamsrækt að þramma þessa stiga :) :)  OG  þeir eru með adsl internettengingu... sem þýðir að ég er alltaf til í skype þegar ég er heima :)

Að öðru leyti hafa þessir síðustu dagar farið í það að láta tímann líða... og reyna að halda mér frá því að detta í eitthvað helv... þunglyndi yfir þessu öllu saman...  Ég er bara ekki gerð fyrir svona ofsa rólegheit :)  mér finnst alveg lágmark að t.d. skrifstofur séu opnar á auglýstum opnunartímum... og "tilbúið eftir 2 daga"  þýði að það sem maður bíður eftir verði í alvörunni tilbúið þá.. ekki bara "einhverntíman" 

Ég held það sé rétt sem þeir segja, að ítalska póstþjónustan sé sú versta í heiminum...  Pakkinn sem Halla sendi er búinn að vera fastur í tollinum í Mílanó í tvær vikur... ég fékk bara bunka af eyðublöðum til að fylla út og senda... ég er búin að gera það en ekki heyrist múkk frá þeim...  ég held ég geri tilraun til að hringja bráðum...  er ekkert á því að gefa þeim dótið mitt...
Ég er líka að sjá það núna að ég pakkaði of hratt niður :) eða altsvo, ég fór of hratt yfir í niðurskurðinum til að ná báðum töskunum niðurfyrir 20 kg...   hef skilið eftir það sem ég vildi hafa með og tekið með dót sem þurfti ekki... en, well.. ég geri eitthvað úr þessu :)

Núna ætla ég að hætta að misnota þetta kaffihús og drífa mig heim að lesa málfræði...
till later !!

8 comments:

  1. Úff það er bras að halda kommenti hérna inni :) En ég fann þig darling, gangi þér vel.

    kv
    Díana

    ReplyDelete
  2. Fynst þetta bara frábært hjá þér. ert svo dugleg og flott að fynna ódýrara herbergi... Ég er enn að dunda við að gera pakkann þinn, var ekki sátt þegar ég var búin þannig að ég byrjaði upp á nýtt... Get ekki sent eitthvað frá mér sem ekki er fullkomið.

    Love you kjútí... Bið að heilsa öllum sætu ítölsku strákunum

    ReplyDelete
  3. Áfram stelpa, þetta er allt að koma. Knús.

    ReplyDelete
  4. Gaman að heyra hvernig þér gengur þó það sé aðeins upp og niður :)

    Ekki gleyma að njóta tímans þarna úti ;)

    Kv. Geiri

    ReplyDelete
  5. Hehehehee... nú verðuru að fara að vera geðveikt dugleg að blogga. búin að dreifa slóðinni útum allt ;O) koma svo :O) Life begins at the end of your comfort zone !! njóttu stelpa :O)

    ReplyDelete
  6. Sammála Höllu! Life begins at the end of your comfort zone! Kannski verður þú bara búin að læra að slappa af, þó ekki sé nema ööööörsjaldan, þegar þú kemur heim ;o)
    Knús,
    Margrét

    ReplyDelete
  7. Kvitt kvitt görl :)

    Kveðja Inda

    ReplyDelete
  8. Jæja kona, það er farið að vanta meira blogg frá þér.....

    kveðja
    Bryndís og Jóhannes

    ReplyDelete