3.9.11

Matur

Í gærkvöldi fór ég út að borða. Ég hef verið að spara fyrstu dagana.. keypti mér brauð og spaghetti... hef svo etið spaghetti með olíu og pipar.. og brauð með osti og tómat... og vatn...
En í kvöld ákvað ég að nú væri tími til kominn að borða á einhverju veitingahúsanna hér í kring.. bara á Torgi Heilögu Andanna sem er hérna hinumegin við húsið sem ég bý í eru allavega 6 veitingahús.. og svo eitt við endann á húsinu og eitt í götunni minni... enda er traffíkin og talið og gleðin hérna fram eftir öllum kvöldum, ekki séns að sofna fyrr en vel eftir miðnætti. Ítalir eru eins og fleiri þjóðir á þessum hluta jarðarinnar mjög seint á ferðinni með kvöldmatinn, sem þó er þeirra aðalmáltíð... þeir fá sér einhvern morgunmat... taka svo matartíma í 2-3 tíma yfir miðjan daginn, fá sér snarl og leggja sig.. vinna svo fram á kvöld, búðir yfirleitt opnar til 7 hefur mér sýnst... svo fara þeir heim og tjilla.. og eru svo að broða kvöldmat svona frá 9-11 á kvöldin. Ég var að koma inn núna um 10 leytið að það var ekkert að minnka traffíkin á veitingahúsunum hérna í kring... Ég á bróður sem myndi funkera vel í þessu mynstri... nefnum engin nöfn tíhí :)
En, aftur að matnum... ég ætlaði að gera eins og vant er að fylgja straumnum, yfirleitt reynist manni best að borða þar sem infæddir borða, það eru bestu staðirnir. En núna var allt svo fullt (og allsstaðar reykt) að ég ákvað að fara á staðinn þar sem fæstir voru. Ég settist á næsta borð við tvo eldri herramenn sem voru þar að snæða. Ég pantaði mér sjávarrétta risotto og hvítvínsglas... við fórum svo að spjalla, ég og þessir herramenn. Þeir búa í London, annar kínverskur en hinn skoskur. Greinilega búnir að vera par í sirka milljón ár, ofsa þægilegir menn. Við spjölluðum um heima og geyma.. en aðallega mat.. þeir ferðast mikið og elska mat... sem er algerlega mitt áhugamál líka ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því fyrr. Þeir höfðu borðað þarna fyrir 3 árum síðan og líkað vel. Þá var þessi staður einn af betri sjávarréttastöðum á svæðinu, eitthvað hefur honum hrakað síðan... allavega sögðu þeir að bæði aðsóknin og verðið hefðu farið niður... mér fannst allavega OK að borga tæpar 3000 krónur fyrir frábært risotto með fullt af humri, rækjum, kolkröbbum, fiskum og kræklingi í skelinni og öllu.. með stóran humar yfir allt saman.... og hvítvínsglas....
Bara fínt ;)

3 comments:

  1. Ekki lengi að finna sér spjallvini, sú stutta. Þetta er æði, ég slefa alveg við tilhugsunina.
    Knús að heiman.

    ReplyDelete
  2. Úff ég er svöng !! Mikið svöng... enda var ég að hugsa um að létta mig - og það er auðvitað ekkert sem örvar matarlystina eins mikið og tilhugsunin um að létta sig. Og ekki hjálpaði þetta blogg þitt !! :)

    ReplyDelete
  3. Já annað... mig vantar tölvupostfang hjá þér. Ætla að senda þér eitt lítið "skjáskot" sem ég tók :)

    ReplyDelete